Uppstigningardagur gengið á Helgarfell


Fyrir all mörgum mánuðum gekk ég í jafn óvirkasta gönguklúbb sem um getur sem er afar skrítið miðað við gríðarlegt magn af skemmtilegu fólki.
Næstkomandi fimmtudag sem er að ég held Uppstgningardagur og frí fyrir almúgan (veit ekki með leynilögguna og poppstjörnuna) og vonandi flest okkar, hvernig væri að skella sér með?

Kv Ging gang Golli golli washa

PS. Fugfreyjan, kennslukonan, neminn, móðirinn og húsfreyjan er í fríi þennan dag.

 

Hvað segið þið um kl 12:00 á hádegi við Kaldársel, þeir sem ekki þekkja það geta komið í Bæjargi 22 kl 11:30.

Kv Gönguhrólfurl


Brynjudalur 8.feb. kl. 9.30

Kæru félagar......

Nú styttist í ferðina í Brynjudal og vona ég að sem flestir sjái sér fært um að mæta.

Ef fólk vill skrá sig í Ferðafélag Útivistar þá kostar fjölskyldukort 5400, ársgjald....inní því eru afslættir af ferðum félagsins sem og í ýmsum útivistarbúðum......það er samt ekki nauðsynlegt að vera félagi til að fara í þessa ferð heldur kostar aðeins meira fyrir þá sem ekki eru félagar.

Bestu kveðjur....

Hanskan...

 

http://utivist.is/ferdaaaetlun/dagsferdir/


Myndapartý í Garðabæ

Kæru Gengisfélagar.

Nú er komið að því að halda myndakvöld og verður það haldið 13.september kl. 21.00 í Garðabæ.

Við biðjum alla sem eiga myndir að koma þeim til okkar á geisladisk eða usb lykli fyrir 9.sept.

Treystum á að mæting verði góð.

Kær kveðja Snar og SnöggurCool


Upplýsingar Fimmvörðuháls

Þá styttist í gönguna miklu ... og ekki seinna vænna en að fara yfir útbúnaðinn.... þeir sem ekki hafa séð Viðskiptablað, Morgunblaðsins ættu að skoða það því þar er viðtal við Sdavidz og er tekið fram að hún sé að fara að ganga Fimmvörðuhálsinn... þetta er stórfrétt .

Við munum leggja af stað kl 06:10 úr bænum , fólk þarf að vera komið kl 06:00 í Select Ártúnshöfða, þar sem rútan sækir okkur . Rútan fer með farangurinn okkar í Bása þannig að þið eruð bara að ganga með dagpoka.

Áætlað er að legga af stað frá Básum kl 11:00 á föstudeginum .

Við þurfum að vera við öllu búin , veðrið getur breyst fljótt á hálsinum ...sem er talið eitt mesta veðravíti landsins ..(göngufréttir)

Miklu máli skiptir að vera í góðum gönguskóm ..og taka með sér hælsærisplástra ... Best er að vera í þunnum nærfatnaði sem dregur svita frá húðinni. Nærfatnaður úr ullarblöndum og ýmsum gerviefnum hentar best en ekki er mælt með nærfötum úr bómull. Val á ytri fatnaði ræðst eftir veðri . Þótt að sé hlýtt er mikilvægt að hafa síðar undirbuxur og hlýja aukapeysu með í bakpokanum. Einnig er nauðsynlegt að hafa vatns- og vindheldan hlífðarfatnað... 'Eg mæli með að allir séu með legghlífar því það er þvílíkur munur ef það er snjór og drulla á leiðinni(mér finnst þær nauðsynlegar) .. .og auðvitað göngustafi fyrir þá sem vilja.

Við verðum með 3 GPS tæki og talstöðvar .. þannig að við ættum ekki að týnast þarna uppi ...

Dagpoki:

Það sem er nauðsynlegt að hafa með yfir daginn er: hlífðarfatnaður, vatnsbrúsi, nestisbox til að setja nesti í og nasl, sólarvörn og sólgleraugu, hælsærisplástra og hvað eina sem þið hafið vanið ykkur á að taka með í gönguferð, s.s. sjónauki, kort, áttaviti o.fl

Tékklisti.

Góðir gönguskór (etv auka reimar)

2 pör mjúkir göngusokkar

Nærbuxur / íþróttanærur dryfit

Íþróttatoppur dryfit eða góður BH(kvk)

Nærföt, ull eða flís

Flís- eða ullarpeysa

Göngubuxur

Stuttbuxur

Íþróttabuxur

Húfa og vettlingar, derhúfa

Hlífðarfatnaður, regnheldur og andandi

Legghlífar

Flugnanet

Íþróttaskór

Eitthvað að sofa í

Svefnpoki

Gott að hafa lak til að setja yfir dýnuna ...

Kodda

Handklæði

Snyrtivörur

Sólarvörn

Myndavél

Pening (ath,klink fyrir sturtu)

Hnífapör

Plastglös

Diska

Matur

 

Það sem þarf að vera í dagpokanum ..

Nesti( gott að hafa flatkökur með hangikjöti .)

Nasl: þurrkaðir ávextir, hnetur, súkkulaði

Vatnsflaska/-poki

Þurrdjús/orkudrykkur

Tissue / WC

Aukasokkar

Vettlingar, húfa, derfhúfa

Sjúkrakit: verkjalyf, gerviskinn, sótthreinsir, teygjubindi, hælsærisplástrar

Sólarvörn

Varasalvi m sólarvörn

Sólgleraugu

Kíkir

aukaföt ..

Vaselín

Matur

Það er best að hver komi með fyrir sig mat á grillið og drykki ..

 

En hér er smá upplýsingar og leiðarlýsing fyrir ykkur svo þið vitið útí hvað þið eruð að fara ...

Fimmvörðuháls er fjallhryggur milli Eyjafjallsjökuls og Mýrdalsjökuls.Hann er í um 1.100 metra hæð og dregur nafn sitt af fimm vörðum,sem eru á kambi upp á hálsinn. Leiðin milli Skóga undir Eyjafjöllum og Bása í Þórsmörk liggur um hálsinn og er hún um 26 kílómetralöng .

Í grófum dráttum skiptist gönguleiðin úr Skógum yfir í Bása í þrennt . Fyrst er gengið upp hálsinn, síðan eftir honum og á endanum niður í Bása . Fyrst er gengið eftir stíg austan við Skógarfossa,upp á skógarheiði og loks upp á Fimmvörðuháls. 'A leiðinni má sjá nátturuperluna Skógafoss og 28 aðra fossa,sem skógá skartar og er óhætt að segja að nátturufergurðin drífi mann áfram. Þetta er drýgsti hluti leiðarinnar . Leiðin upp er yfirleitt þægileg og hvergi mjög brött ef undan eru skildar hlíðarnar hjá Skógum. gengið er upp meðfram ánni þar til komið er að göngubrú.yfir hana er farið og jeppaslóðanum fylgt upp á hálsinn, að skála sem er í um 900 metra hæð. Skammt frá honum er komið að snjóbreiðu sem þó er auðvelt og nokkuð fljótlegt að komast yfir . Þarna uppi er oftast kalt ...

Síðan liggur leiðin niður Bröttufönn,yfir Heljarkamb og Morinsheiði og endar í Básum . Leiðin niður er mjög brött og reynir allnokkuð á hnén en margir hafa tilhneigingu til að hraða för sinni niður brattar hlíðar . 'Astæða er hins vegar að hvertja alla að fara gætilega ....


Fimmvörðuháls 24.júlí 2008

Dagsetningin fyrir gönguna miklu er ákveðin .. Ætlar Gengið að ganga  á Fimmvörðuháls þann 24.júlí.

Áætlað er að leggja af stað úr bænum kl 06:00 og áætluð heimkoma er þann 25.júlí um 14:00

Það er búið að taka frá gistingu fyrir Gengið og kostar það 2000 kr á mann , það er verið að leita eftir tilboðum í rútuferðina .. mun láta vita með það fljótt.

Legg til að fólk fari að æfa sig fyrir gönguna þar sem þetta reynir aðeins á . .. og þurfum við að vera dugleg að hittast og labba saman .

Við hittumst fjögur á miðvikudaginn og löbbuðum Esjuna .. þó ekki alveg upp á topp en það munaði ekki miklu . ...

Þar sem er verið að halda gistingu fyrir okkur og rútuverðið fer eftir  fjölda þá þarf ég að fá staðfestingu hvort fólk ætli að mæta .. getið sent tölvupóst  á silja@uu.is

Væri líka gott að vita hvort fólki eigi GPS tæki  eða geti reddað því ... þyrftum að hafa tvö..

En útbúnaðarlisti mun birtast á síðunni innan skamms ....

Annars er stefnt á næstu göngu upp Esjuna fimmtudaginn 19.júní kl18:30

Smá upplýsingar um gönguna ..

Vegalengd 22 km, áætlaður göngutími um 9 klst., lóðrétt hækkun/lækkun 1000m. Leiðin liggur frá Skógum undir Eyjafjöllum, milli Eyjafjalla- og Mýrdalsjökuls, yfir til Þórsmerkur. Hér er um að ræða eina allra vinsælustu gönguleið á Íslandi en e.t.v. þá viðsjárverðustu sakir snöggra breytinga sem geta orðið á veðri á hvaða árstíma sem er. Það getur verið blítt og stillt veður á láglendi en þegar komið er upp á háhálsinn getur skollið á svarta þoka svo að ekki sér handa skil. Á leiðinni eru tveir skálar, annar í eigu Eyfellinga og hinn í eigu Útivistar.

langar að benda á slóð með myndum af Fimmvörðuhálsi W00t

http://elg.is/fimmvhals/index.htm

Kveðja

Silja Rún


Gengið á uppleið..

Jæja, þetta tókst....við náðum að hittast og ræða um komandi viðburði.
Við hittumst í Ásgarði, skemmtum okkur vel. Reyndar vantaði nokkra meðlimi Gengisins en vonandi geta fleiri mætt á næsta fund. Friðrik var einn í paradís þangað til Sophus kom og svo fóru þeir báðir og það var ekki vegna þess að við stelpurnar vorum ekki skemmtilegar..nei..þeir þurftu í vinnuna.
Silja þurfti svefn því hún var að fara hlaupa fyrir okkar hönd í kvennahlaupinu svo S.Davids keyrði hana heim en svo skutlaði hún þeim sem ekki ætluðu í kvennahlaupið í Hlégarð á "alvöru" sveitaball. Stoppuðum þó stutt við, einhverjar voru örlítið lengur en þar var mikið stuð og hefur eflaust verið fram eftir nóttu.

Setti inn nokkrar myndir frá kvöldinu...

Svo má skoða síðuna á hverjum degi....og reyndar var ég að velta fyrir mér hvort við þyrftum að læsa henni og vera með lykilorð!!....heimsóknir á síðuna hafa aukist svo mikið...3 IP-tölur bara á föstudaginn...hvað er það!!!


Einu árinu eldri.......

Hún elsku Bettý okkar á afmæli í dag...og við óskum henni innilega til hamingju með daginn. Hún stendur í ströngu þessa dagana og berst eins og ljón fyrir hönd kollega sinna.

Bettý og Davidz á góðri stund

En að öðru ekki síður gleðilegra.

Næstkomandi föstudag hefur verið rætt meðal Gengismanna, að hittast og fjölmenna á Sálarballið sem haldið verður í Hlégarði. En við ætlum að hittast áður og fagna góðum félagsskap jú og líka skála fyrir henni Bettý. Þannig að við vonumst til að allir sjái sér fært um að koma á föstudagskvöldið og stefnt er að því að hittast í Ásgarði 73. klukkan 20:30, hitum aðeins upp og skellum okkur svo í diskógallann og skemmtum okkur saman. 

 Hafa þetta í huga...redda pössun, pússa skóna og kæla hvítvínið....þá er allt klárt.  

 


Stafaganga

Ég var að tala við eina fjallageit í gær sem hefur gengið á flest fjöll á
landinu og víðar reyndar. Hún mælti eindregið með því að við værum með
göngustafi þegar við færum í ferðina. Því langar mig, Gyðingurinn í Garðabæ,
benda gengisfélögum á fína göngustafi í Rúmfatalagernum(RL vöruhús) á 1690
kr.Alltaf gaman að detta á góð tilboð og ekki skemmir fyrir að þetta eru ágætis
stafir.


Gengið um Öskjuhlíðina

Í kvöld hittumst við nokkur úr Genginu og gengum um Öskjuhlíðina eins og til stóð. Þeir sem gátu mætt gerðu það og veðrið var alveg frábært, logn og smá úði. Við gengum frá Perlunni, í gegnum kirkjugarðinn, niður að Nauthólsvík, fram hjá Keiluhöllinni og aftur að Perlunni. Eftir að hafa gengið í klukkustund þá var haldið á Kringlukrána þar sem við fengum okkur að borða og drekka. Þangað komu Sigrún og Dagur (þó í sitthvoru lagi) og borðuðu með sveittum göngugörpum.
Myndir úr göngunni eru komnar í "myndaalbúmið" hér til vinstri. Endilega verum dugleg að heimsækja síðuna okkar og kommenta.

kv. Gengið


Gengið í Öskjuhlíðinni

Heilt veri fólkið. Eins og einhverjir hafa tekið eftir virðist mjög erfitt að finna stund (ekki stað) til að hittast þannig að allir meðlimir geti mætt.... Nú hefur verið ákveðið af yfirstjórn að halda fund á Kringlukránni þriðjudaginn 20. maí klukkan 20:00. Gengið hittist í Öskjuhlíðinni klukkan 19:00 og hitar upp fyrir fundinn.

Yfirstjórnin   Police

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband