Færsluflokkur: Ferðalög

Gengið gekk upp !!

Dagskrá næstu vikurnar:

Næsta ganga verður á Esjuna, en gengið verður sunnudaginn 4.mai kl.13.00 og vonum við að sjá sem flesta. Aðalfundur GENGISINS verður fimmtudaginn 15.mai og verður hann haldin á Kringlukránni.  Við ætlum að hittast á Kringluplaninu kl.19.00 og ganga upp í Öskjuhlíð til að fá smá brennslu og hreyfingu á kroppinn áður en við borðum. Síðast en ekki síst er það GENGISBALLIÐ, en þá ætla Gengismeðlimir að fjölmenna á dansleik.  Þá er upplagt að stíga úr gönguhlutverkinu og taka létt dansspor við undirleik Sálarinnar (tilviljun!) föstudaginn 6.júní í Hlégarði í Mosfellsbæ........nánar um það síðar!

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband