Gengið um Öskjuhlíðina

Í kvöld hittumst við nokkur úr Genginu og gengum um Öskjuhlíðina eins og til stóð. Þeir sem gátu mætt gerðu það og veðrið var alveg frábært, logn og smá úði. Við gengum frá Perlunni, í gegnum kirkjugarðinn, niður að Nauthólsvík, fram hjá Keiluhöllinni og aftur að Perlunni. Eftir að hafa gengið í klukkustund þá var haldið á Kringlukrána þar sem við fengum okkur að borða og drekka. Þangað komu Sigrún og Dagur (þó í sitthvoru lagi) og borðuðu með sveittum göngugörpum.
Myndir úr göngunni eru komnar í "myndaalbúmið" hér til vinstri. Endilega verum dugleg að heimsækja síðuna okkar og kommenta.

kv. Gengið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Agalega vorum við  nú dugleg.............söknuðum þeirra sem ekki gátu mætt...........en treystum á betri mætingu næst ekki satt.

 kv. Garðabæjar gengið

Hanna Sigga (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 19:42

2 identicon

Vantaði einhvern ??! Annars góð ganga og maturinn á KK alveg brill !!!

 IP

IP (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband