Fimmvörðuháls 24.júlí 2008

Dagsetningin fyrir gönguna miklu er ákveðin .. Ætlar Gengið að ganga  á Fimmvörðuháls þann 24.júlí.

Áætlað er að leggja af stað úr bænum kl 06:00 og áætluð heimkoma er þann 25.júlí um 14:00

Það er búið að taka frá gistingu fyrir Gengið og kostar það 2000 kr á mann , það er verið að leita eftir tilboðum í rútuferðina .. mun láta vita með það fljótt.

Legg til að fólk fari að æfa sig fyrir gönguna þar sem þetta reynir aðeins á . .. og þurfum við að vera dugleg að hittast og labba saman .

Við hittumst fjögur á miðvikudaginn og löbbuðum Esjuna .. þó ekki alveg upp á topp en það munaði ekki miklu . ...

Þar sem er verið að halda gistingu fyrir okkur og rútuverðið fer eftir  fjölda þá þarf ég að fá staðfestingu hvort fólk ætli að mæta .. getið sent tölvupóst  á silja@uu.is

Væri líka gott að vita hvort fólki eigi GPS tæki  eða geti reddað því ... þyrftum að hafa tvö..

En útbúnaðarlisti mun birtast á síðunni innan skamms ....

Annars er stefnt á næstu göngu upp Esjuna fimmtudaginn 19.júní kl18:30

Smá upplýsingar um gönguna ..

Vegalengd 22 km, áætlaður göngutími um 9 klst., lóðrétt hækkun/lækkun 1000m. Leiðin liggur frá Skógum undir Eyjafjöllum, milli Eyjafjalla- og Mýrdalsjökuls, yfir til Þórsmerkur. Hér er um að ræða eina allra vinsælustu gönguleið á Íslandi en e.t.v. þá viðsjárverðustu sakir snöggra breytinga sem geta orðið á veðri á hvaða árstíma sem er. Það getur verið blítt og stillt veður á láglendi en þegar komið er upp á háhálsinn getur skollið á svarta þoka svo að ekki sér handa skil. Á leiðinni eru tveir skálar, annar í eigu Eyfellinga og hinn í eigu Útivistar.

langar að benda á slóð með myndum af Fimmvörðuhálsi W00t

http://elg.is/fimmvhals/index.htm

Kveðja

Silja Rún


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mikið hlakka ég til.....þetta verður bara gaman.

Hjördís (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband