17.7.2008 | 15:31
Upplýsingar Fimmvörðuháls
Þá styttist í gönguna miklu ... og ekki seinna vænna en að fara yfir útbúnaðinn.... þeir sem ekki hafa séð Viðskiptablað, Morgunblaðsins ættu að skoða það því þar er viðtal við Sdavidz og er tekið fram að hún sé að fara að ganga Fimmvörðuhálsinn... þetta er stórfrétt .
Við munum leggja af stað kl 06:10 úr bænum , fólk þarf að vera komið kl 06:00 í Select Ártúnshöfða, þar sem rútan sækir okkur . Rútan fer með farangurinn okkar í Bása þannig að þið eruð bara að ganga með dagpoka.
Áætlað er að legga af stað frá Básum kl 11:00 á föstudeginum .
Við þurfum að vera við öllu búin , veðrið getur breyst fljótt á hálsinum ...sem er talið eitt mesta veðravíti landsins ..(göngufréttir)
Miklu máli skiptir að vera í góðum gönguskóm ..og taka með sér hælsærisplástra ... Best er að vera í þunnum nærfatnaði sem dregur svita frá húðinni. Nærfatnaður úr ullarblöndum og ýmsum gerviefnum hentar best en ekki er mælt með nærfötum úr bómull. Val á ytri fatnaði ræðst eftir veðri . Þótt að sé hlýtt er mikilvægt að hafa síðar undirbuxur og hlýja aukapeysu með í bakpokanum. Einnig er nauðsynlegt að hafa vatns- og vindheldan hlífðarfatnað... 'Eg mæli með að allir séu með legghlífar því það er þvílíkur munur ef það er snjór og drulla á leiðinni(mér finnst þær nauðsynlegar) .. .og auðvitað göngustafi fyrir þá sem vilja.
Við verðum með 3 GPS tæki og talstöðvar .. þannig að við ættum ekki að týnast þarna uppi ...
Dagpoki:
Það sem er nauðsynlegt að hafa með yfir daginn er: hlífðarfatnaður, vatnsbrúsi, nestisbox til að setja nesti í og nasl, sólarvörn og sólgleraugu, hælsærisplástra og hvað eina sem þið hafið vanið ykkur á að taka með í gönguferð, s.s. sjónauki, kort, áttaviti o.fl
Tékklisti.
Góðir gönguskór (etv auka reimar)
2 pör mjúkir göngusokkar
Nærbuxur / íþróttanærur dryfit
Íþróttatoppur dryfit eða góður BH(kvk)
Nærföt, ull eða flís
Flís- eða ullarpeysa
Göngubuxur
Stuttbuxur
Íþróttabuxur
Húfa og vettlingar, derhúfa
Hlífðarfatnaður, regnheldur og andandi
Legghlífar
Flugnanet
Íþróttaskór
Eitthvað að sofa í
Svefnpoki
Gott að hafa lak til að setja yfir dýnuna ...
Kodda
Handklæði
Snyrtivörur
Sólarvörn
Myndavél
Pening (ath,klink fyrir sturtu)
Hnífapör
Plastglös
Diska
Matur
Það sem þarf að vera í dagpokanum ..
Nesti( gott að hafa flatkökur með hangikjöti .)
Nasl: þurrkaðir ávextir, hnetur, súkkulaði
Vatnsflaska/-poki
Þurrdjús/orkudrykkur
Tissue / WC
Aukasokkar
Vettlingar, húfa, derfhúfa
Sjúkrakit: verkjalyf, gerviskinn, sótthreinsir, teygjubindi, hælsærisplástrar
Sólarvörn
Varasalvi m sólarvörn
Sólgleraugu
Kíkir
aukaföt ..
Vaselín
Matur
Það er best að hver komi með fyrir sig mat á grillið og drykki ..
En hér er smá upplýsingar og leiðarlýsing fyrir ykkur svo þið vitið útí hvað þið eruð að fara ...
Fimmvörðuháls er fjallhryggur milli Eyjafjallsjökuls og Mýrdalsjökuls.Hann er í um 1.100 metra hæð og dregur nafn sitt af fimm vörðum,sem eru á kambi upp á hálsinn. Leiðin milli Skóga undir Eyjafjöllum og Bása í Þórsmörk liggur um hálsinn og er hún um 26 kílómetralöng .
Í grófum dráttum skiptist gönguleiðin úr Skógum yfir í Bása í þrennt . Fyrst er gengið upp hálsinn, síðan eftir honum og á endanum niður í Bása . Fyrst er gengið eftir stíg austan við Skógarfossa,upp á skógarheiði og loks upp á Fimmvörðuháls. 'A leiðinni má sjá nátturuperluna Skógafoss og 28 aðra fossa,sem skógá skartar og er óhætt að segja að nátturufergurðin drífi mann áfram. Þetta er drýgsti hluti leiðarinnar . Leiðin upp er yfirleitt þægileg og hvergi mjög brött ef undan eru skildar hlíðarnar hjá Skógum. gengið er upp meðfram ánni þar til komið er að göngubrú.yfir hana er farið og jeppaslóðanum fylgt upp á hálsinn, að skála sem er í um 900 metra hæð. Skammt frá honum er komið að snjóbreiðu sem þó er auðvelt og nokkuð fljótlegt að komast yfir . Þarna uppi er oftast kalt ...
Síðan liggur leiðin niður Bröttufönn,yfir Heljarkamb og Morinsheiði og endar í Básum . Leiðin niður er mjög brött og reynir allnokkuð á hnén en margir hafa tilhneigingu til að hraða för sinni niður brattar hlíðar . 'Astæða er hins vegar að hvertja alla að fara gætilega ....
Athugasemdir
OMG..............hlakka geðveikt til...............en hvað er með Vaselínið???????????jæja nota bara hugmyndaflugið (Last Tango in Paris or what)??????????????????
sjáumst hresssssssss.......blesssssssssssssss
Hanna Sigga (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 13:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.